AULI!!!
Ég er algjör auli. Í morgun ákvað ég upp á mitt einsdæmi að mæta til vinnu. Bílhurðir voru vel frosnar í morgun. Ég sló læsingu frá með þessum fína lykli sem fylgdi bílnum mínum. Þessi central læsing er svo sniðug að ef maður opnar ekki bílinn eftir einhverjar sekúndur þá læsist bíllinn aftur. Ég bara komst ekki inn í bílinn af því að hurðirnar voru frosnar...í öllum hamaganginum tók ég ekki eftir því að bíllinn var aftur læstur. Ég reyndi að tosa duglega í bílhurðina bílstjóramegin og það verður að segjast að hurðin var óvenju föst. Þarna kom að Bud Spencer mómentinu mínu og ég hreinlega reif handfangið af bílhurðinni og bíllinn enn jafn lokaður og áður...ég stóð þarna í örvæntingu...en eitthvað sagði mér að prófa fjarstýringuna á ný og viti menn bíllinn var læstur...ég fór hinu megin og þar gat ég opnað án vandræða.
Niðurstaðan var því sú að ég stóð eins og hálfviti með handfangið af bílstjórahurðinni og leið eins og aula. Núna verð ég að fara inn í bílinn hinu megin til að komast inn í bílinn.
Svona var byrjunin á þessum mánudegi og stutt í föstudaginn 13.
Lifið heil.
Niðurstaðan var því sú að ég stóð eins og hálfviti með handfangið af bílstjórahurðinni og leið eins og aula. Núna verð ég að fara inn í bílinn hinu megin til að komast inn í bílinn.
Svona var byrjunin á þessum mánudegi og stutt í föstudaginn 13.
Lifið heil.
Ummæli
Kv úr Íslands frostinu
g
Helgi.